Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

568. fundur 17. desember 2015 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ráðhústorg 5 - gisting - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015110106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. nóvember 2015 þar sem Förli ehf., kt. 560712-1110, sækir um breytta notkun fyrir rými á 2. hæð í húsi nr. 5 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 10. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Þórsstígur 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2015120027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt 651174-0239, sækir um ljósaskilti við Þórstíg 2. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir meiri upplýsingum um fjölda skilta og stærð heildarskiltaflata á lóðinni.

3.Glerárgata 3B - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014110070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. nóvember 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Lava Apartments ehf., kt. 410915-1460, sækir um breytingar á Glerárgötu 3B. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar teikningar 17. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Kaupangur, Akureyrarapótek - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015120106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. desember 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Akureyrarapóteks ehf., kt. 690610-1320, sækir um breytingar innanhúss í Kaupangi, matshluta 01. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og bendir á að gera þarf breytingar á eignaskiptasamningi áður en lokaúttekt verður gerð.

5.Strandgata 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2015100056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2015 þar sem Sólveig Berg Emilsdóttir f.h. Sjóvá, kt. 650909-1270, sækir um breytingar innanhúss í húsi nr. 3 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sólveigu Berg Emilsdóttur. Innkommnar teikningar frá Baldri Ó. Svavarssyni 16. desember 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:05.