Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

927. fundur 03. ágúst 2023 kl. 13:15 - 14:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fundarritari
  • Hjálmar Andrés Jónsson verkefnastjóri byggingarmála
Fundargerð ritaði: Eyrún Halla Eyjólfsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Þórunnarstræti 114 - umsókn um byggingarleyfi - fjölgun í fjórar íbúðir

Málsnúmer 2022042298Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2023 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Libertas ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 114 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hulduholt 14-16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023061778Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 2023 þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson fyrir hönd Kötlu ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á lóð nr. 14-16 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Yngva Ragnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Höfðahlíð 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2023071273Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. júlí 2023 þar sem Anna Margrét Hauksdóttir fyrir hönd BF bygginga ehf. sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir fjórum íbúðum á lóð nr. 2 við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Margréti Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 14:15.