Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

750. fundur 05. desember 2019 kl. 13:00 - 13:40 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hjallalundur 16 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Kristjáns Elíss Jónassonar og Ólafar Matthíasdóttur sækir um leyfi fyrir geymslu í þakrými á húsi nr. 16 við Hjallalund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 28. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Hörpulundur 10 - umsókn um leyfi fyrir breytingum inni

Málsnúmer 2017040004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. mars 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Ögmundar Snorrasonar sækir um byggingaleyfi fyrir nýtingu þakrýmis yfir íbúð og bílgeymslu í parhúsi á lóð nr. 10 við Hörpulund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Gránufélagsgata 22 - umsókn um niðurrif

Málsnúmer 2018100441Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs húss nr. 22 við Gránufélagsgötu, þess hluta sem ekki er friðaður.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs að tilskildu samþykki Minjastofnunar Íslands.
Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til samþykki Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.

4.Fiskitangi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040291Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 12. nóvember 2019 þar sem Gísli Kristinsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Fiskitanga 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Ytra-Krossanes - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs íbúðarhússins í Ytra-Krossanesi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Sandgerðisbót - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110320Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs íbúðarhúss í Sandgerðisbót (Byrgi).

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Naust, hlaða - umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 2019110322Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um leyfi til niðurrifs hlöðu, mhl. 06, á lóð Nausta 3.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Flugeldasala - umsókn um skilti

Málsnúmer 2019110376Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2019 þar sem Steingrímur Hannesson fyrir hönd Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um leyfi til að setja upp skilti á nokkrum stöðum í bænum vegna flugeldasölu á tímabilinu 27. desember til 31. desember og 4. janúar til 6. janúar, árin 2019 til 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Gleráreyrar 1, rými 38 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2019 þar sem Svava B. Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 38 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar, vegna sameiningar rýma 26, 34-36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu B. Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Gleráreyrar 1, rými 28 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019120007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2019 þar sem Svava B. Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á rými 28 í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi og flóttahurð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu B. Bragadóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Rangárvellir 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar

Málsnúmer 2019090319Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar og byggingu spennigerðis á lóð nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 5. desember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:40.