Rangárvellir 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar

Málsnúmer 2019090319

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 740. fundur - 19.09.2019

Erindi dagsett 13. september 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar á lóð nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 750. fundur - 05.12.2019

Erindi dagsett 19. nóvember 2019 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Rarik ohf., kt. 520269-2669, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun aðveitustöðvar og byggingu spennigerðis á lóð nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 5. desember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 795. fundur - 21.12.2020

Erindi dagsett 14. desember 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Rarik ohf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Rangárvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.