Guðjón Samúelsson og Akureyri

Fimmtudaginn 26. apríl verður dagskrá vorþings Akureyrarakademíunnar endurtekin í boði Fasteigna Akureyrar en þar var fjallað um Guðjón Samúlesson, húsameistara ríkisins, og áhrif hans á bæjarmynd og skipulag Akureyrar. Dagskráin fer fram kl. 16.15 í Brekkuskóla og eru allir velkomnir.

Dagskrá:

  • Formaður stjórnar Fasteigna Akureyrar, Oddur Helgi Halldórsson, flytur ávarp
  • Pétur H. Ármannsson arkitekt flytur erindið Húsameistarinn og höfuðstaðurinn sem fjallar um Guðjón Samúelsson og verk hans á Akureyri
  • Söngkonurnar Kristín Sigtryggsdóttir og Rósa María Stefánsdóttir kveða stemmur
  • Árni Ólafsson arkitekt flytur erindið Guðjón bak við tjöldin
  • Umræður að erindum loknum

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið kristins@akureyri.is.

Allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan