Tillaga að breyttu deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar.
Skipulagssvæðið afmarkast við lóð Strandgötu 11b. Tillagan felur í sér að hæðarfjöldi er hækkaður úr 1 hæð í 2 hæðir, hámarksbyggingarmagn fer úr 231,8 m2 upp í 435,8 m2, nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,531 upp í 0,950 og að lokum er byggingarreitur lóðarinnar stækkaður um ca. 45 m2.
Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillöguuppdrátt ásamt greinargerð má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 12. júní til 25. júlí 2024. Tillagan mun jafnframt verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á Skipulagsgátt: www.skipulagsgatt.is málsnr. 718/2024
Deiliskipulagsuppdráttinn má nálgast hér.
Athugasemdum og ábendingum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala kemur fram má skila á netfangið skipulag@akureyri.is, bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í gegnum Skipulagsgátt.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 25. júlí 2024.
Skipulagsfulltrúi
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs á heimasíðu Akureyrarbæjar og inni á Skipulagsgátt. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum, s.s. kennitala, nafn og netfang, eru aðeins nýttar til að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.