Reiðvegur við Lögmannshlíð - niðurstaða bæjarstjórnar

Svæðið sem breytingin nær til
Svæðið sem breytingin nær til

Bæjarráð Akureyrar, í fjarveru bæjarstjórnar, samþykkti þann 29. ágúst 2024 breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna reiðvegar við Lögmannshlíð.

Breytingin felur í sér að reiðvegur um Lögmannshlíð er færður til suðurs að jaðri túns við Lögmannshlíðarveg. Reiðvegurinn er skilgreindur sem tengileið í aðalskipulagi.

Ástæða breytingarinnar er að ný staðsetning hentar betur með tilliti til landhalla.

Uppdráttinn má nálgast hér.

Breytingin telst óveruleg og hefur fengið meðferð skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarráðs geta snúið sér til þjónustu- og skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9 eða sent fyrirspurn á netfangið skipulag@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan