Gróðurskipulag í bæjarlandi Móahverfis
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Móahverfi.
Breytingin felur m.a. í sér að skipulagssvæðið stækkar um 8 ha til suðurs, að útmörkum græna trefilsins (SL7). Stækkað skipulagssvæði verður að mestu skilgreint sem skógræktarsvæði. Gert er ráð fyrir landmótunarsvæðum á hluta af stækkuðu skipulagssvæði þar sem ekki er gróður í dag. Landmótun verður að hámarki 2 m á hæð frá núverandi landi, með mildum fláum og náttúrulegu yfirbragði. Breyting er gerð á skilgreiningu á gróðri innan skipulagssvæðisins. Minni leiksvæðum sem hafa verið skilgreind við hönnun hverfisins er bætt inn á breytingaruppdrátt.
Skýringaruppdrátt má nálgast hér.
Samhliða þessari breytingu er gerð minniháttar breyting á deiliskipulagi Borgarbraut - Vestursíða. Breytingin felur m.a. í sér að jarðvegsmanir beggja vegna Borgarbrautar eru framlengdar til norðurs að skipulagsmörkum og jarðvegsmönin austan Borgarbrautar er að auki breikkuð lítillega. Gróður meðfram Borgarbraut frá skipulagsmörkum í norðri og að Merkigili í suðri er uppfærður til samræmis við breytingu á skipulagi Móahverfis.
Deiliskipulagsuppdrátt fyrir Borgarbraut - Vestursíðu má nálgast hér.
Þeir sem þess óska geta kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í gegnum Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is til og með 20. febrúar 2025.