Að venju verður mikið um að vera á öskudaginn á Akureyri. Þann dag hefjast vetrarfrí í grunnskólum bæjarins og einnig má búast við að mikill fjöldi gesta verði í bænum því á sama tíma hefjast vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu.
Löng hefð er fyrir því að krakkar fari um í grímubúningum og syngi fyrir nammi og einnig verður kötturinn sleginn úr tunnunni á tveimur stöðum í bænum. Um morguninn verður það gert kl. 10.30 á Ráðhústorgi og síðan eftir hádegið á Glerártorgi kl. 13.30.
Kötturinn sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi árið 2006.
Skrautlegur hópur á Glerártorgi á öskudaginn 2007.