Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrarbæjar og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi og aðra
menningarstarfsemi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, og er hægt að nálgast
eyðublöðin þar eða hér á heimasíðunni. Þess skal vandlega gætt
að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2013.
Stjórn Akureyrarstofu úthlutar einnig úr Húsverndarsjóði og verða að þessu sinni veittir tveir styrkir, hvor um sig að upphæð
450.000 kr. Sjóðurinn styrkir viðhald á friðuðum húsum og húsum sem hafa varðveislugildi á Akureyri. Umsóknum skal skilað í
þjónustuanddyri Ráðhússins, Geislagötu 9, eða á tölvutæku formi í netfangið huldasif@akureyri.is.
Hægt er að nálgast eyðublöð í Ráðhúsinu og á heimasíðu Akureyrarbæjar. Þess skal vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2013.
Upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir, verkefnastjóri á Akureyrarstofu, í netfanginu huldasif@akureyri.is.