Daniel Willard Fiske.
Á morgun, sunnudaginn 11. nóvember kl. 17.00, verður kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla í Grímsey í tilefni af
fæðingardegi Bandaríkjamannsins Daniel Willard Fiske. Börn úr grunnskóla Grímseyjar munu þá stíga á stokk og skemmta gestum
með söng.
Saga Daniel Willard Fiske er um margt óvenjuleg en hann gerðist mikill velgjörðarmaður Grímseyinga á 19. öld þrátt fyrir að hafa aldrei
komið til Grímseyjar, einungis siglt einu sinni í námunda við eyjuna. Fiske fékk sem ungur maður mikinn áhuga á Íslandi og lærði
íslensku í Kaupmannahöfn þar sem hann kynntist Íslendingum er hann var í námi í norrænum fræðum.
Hér má sjá frekari upplýsingar um Fiske.