Tjaldsvæðisreitur - drög að breytingu á deiliskipulagi
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi drög að endurskoðuðu deiliskipulagi tjaldsvæðisreits skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu málsins. Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi: Ég tel að nýtingin á Tjaldsvæðisreit sé ekki nægileg og fjölga ætti íbúðum um 60 og hækka húsin í suðausturhorni reitsins. Skuggavarp af þeim byggingum hefði ekki áhrif á neina íbúa í nágrenni. Eins tel ég að stígur sem liggur norður - suður þurfi að hlykkjast vegna vinda.
27.01.2025 - 11:11
Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðu
Lestrar 1173