Akureyrarflugvöllur - Óverulegar breytingar á aðalskipulagi og endurskoðun deiliskipulags

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 19.september 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóð fyrir slökkvistöð (reitur S2) verður felld út.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Aðalskipulagsbreytinguna má sjá hér 

Samhliða er auglýst tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Akureyrarflugvallar skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Skipulagssvæðið er 172,5 ha og afmarkast af þjóðvegi til norðurs og vesturs og Eyjafjarðará til austurs. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir færslu girðingar vestan og sunnan flugbrautar, breytingum á lóðastærðum og bílastæðum og nýjum lóðum fyrir flugskýli. Þá gerir tillagan ráð fyrir stækkun á byggingarreit við flugstöðvarbyggingu ásamt því að lóð fyrir slökkvistöð við Drottningarbraut er felld út.

Deiliskipulagsuppdrátt má sjá hér og greinargerð hér.

Deiliskipulagstillagan verður jafnframt aðgengileg á Skipulagsgátt; skipulagsgatt.is og hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 4.október - 20.nóvember 2023. Hægt er að skila inn athugasemdum um tillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 20.nóvember 2023.


Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan