Akureyrarbær
Í apríl sl. óskaði umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar gatna á Akureyri fyrir árin 2021-2023. Um tvö útboð var að ræða, annars vegar yfirborðsmerkingar með mössun, sprautuplasti og málningu og hins vegar stakar merkingar. Tilboð voru opnuð 28. apríl og bárust alls 6 tilboð í útboðin tvö frá fjórum aðilum.
Yfirborðsmerkingar - kostnaðaráætlun kr. 18.200.000,-
Vegamál Vegmerking ehf. kr. 23.412.000
Vegamálun ehf. kr. 19.172.500
Samið var við lægstbjóðanda Vegamálun ehf.
Stakar yfirborðsmerkingar - kostnaðaráætlun kr. 4.100.000
Vegamál Vegmerking ehf. kr. 4.400.000
G.I. Halldórsson ehf. kr. 4.427.400
Bæjarprýði ehf. kr. 3.497.000
Vegamálun ehf. kr. 5.238.500
Samið var við lægstbjóðanda Bæjarprýði ehf.