Velferðarráð

1204. fundur 18. febrúar 2015 kl. 14:00 - 16:42 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Halldóra Kristín Hauksdóttir
  • Rósa Matthíasdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Bryndís Dagbjartsdóttir
  • Margrét Alfreðsdóttir
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Dagskrá
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 17. febrúar 2015 að breyta nafni félagsmálaráðs í velferðarráð og er þetta fyrsti fundur ráðsins með breyttu nafni.

Rósa Matthíasdóttir L-lista mætti í forföllum Jóhanns Gunnars Sigmarssonar.
Svava Þórhildur Hjaltalín D-lista mætti í forföllum Oktavíu Jóhannesdóttur.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista var fjarverandi.

1.Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk 2011-2014

Málsnúmer 2011020021Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram fundargerð 6. fundar þjónusturáðs vegna samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða sem haldinn var 11. nóvember 2014.
Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði verði framlengdur um 1 ár eða til 31. desember 2015. Samningurinn ásamt uppfærðum viðauka 1 var einnig lagður fram.
Velferðaráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

2.Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2014

Málsnúmer 2014010036Vakta málsnúmer

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Margrét Alfreðsdóttir skrifstofustjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynntu rekstrarniðurstöðu fyrir sínar deildir árið 2014.
Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna.

3.CONNECT - verkefnið

Málsnúmer 2014060231Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynntu stuttlega (örkynning) norræna samstarfsverkefnið CONNECT sem Akureyri tekur þátt í. Þessi kynning er byrjun á fleiri örkynningum um velferðartækni og einstök verkefni á því sviði.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

4.Öldrunarrými - biðlisti 2015

Málsnúmer 2015020099Vakta málsnúmer

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti biðlista eftir hjúkrunar- og dvalarrýmum.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

5.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál

Málsnúmer 2015020059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál. Lögð fram drög að umsögn.
Velferðarráð samþykkir umsögnina og óskar eftir því að hún verði send áfram til nefndasviðs Alþingis.

6.Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál

Málsnúmer 2015020062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál.
Velferðarráð samþykkir framlagða umsögn og óskar eftir því að hún verði send áfram til nefndasviðs Alþingis.

7.Samstarfsverkefni gegn heimilisofbeldi

Málsnúmer 2014120069Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að samkomulagi við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um átak gegn heimilisofbeldi. Ennfremur lagt fram minnisblað Áskels Arnar Kárasonar forstöðumanns barnaverndar dagsett 16. febrúar 2015.
Velferðarráð fagnar þessum samstarfssamningi og samþykkir samkomulagið ásamt því að heimila fjölskyldudeild að hefja samstarfið frá 1. mars 2015.

Fundi slitið - kl. 16:42.