Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri

Málsnúmer 2023100644

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1375. fundur - 25.10.2023

Lögð fram drög að samstarfssamningi um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.

Velferðarráð - 1376. fundur - 08.11.2023

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.
Velferðarráð samþykkir samninginn.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ánægjulegt er að taka undir og samþykkja bókun þess efnis að Velferðarráð geri þjónustusamning við Grófina. Samningurinn hefði átt að vera hærri og til lengri tíma þar sem mikilvægt er að tryggja rekstrargrundvöll starfseminnar til lengri tíma. Tinna Guðmundsóttir F-lista tók undir bókun Snæbjörns.



Minnihlutinn leggur fram tillögu þess efnis að þjónustusamningurinn verði endurskoðaður með tilliti til þeirrar reynslu sem komin er á samninginn í síðasta lagi í október 2024.

Velerðarráð samþykktir tillögu minnihlutans.


Velferðarráð - 1394. fundur - 13.11.2024

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.
Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinar á Akureyri var ekki samþykktur, heldur lagður fram til frekari skoðunar.

Velferðarráð - 1395. fundur - 27.11.2024

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri. Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Pálína Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Grófarinnar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn með 4 atkvæðum.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista greiðir atkvæði gegn erindinu og óskar eftirfarandi bókunar: Grófin geðrækt er mikilvægur vettvangur fyrir fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. Grófin geðrækt hefur verið starfandi á Akureyri undanfarin 10 ár og öll hljótum við að gera okkur grein fyrir þeirri mikilvægu félagsþjónustu sem veitt er í Grófinni. Akureyrarbær og Grófin gerðu með sér samstarfssamning sem var gerður til 1 árs og gilti hann frá tímabilinu 1. janúar - 31. desember 2024. Nú liggur fyrir á fundi velferðarráðs þann 27. nóvember 2024 drög að nýjum samningi til samþykktar fyrir árið 2025. Samningur felur í sér að Akureyrarbær greiði Grófinni 2.500.000 til þess að sinna þjónustu sinni. Undirritaður samþykkir ekki þessa upphæð þar sem forsendur fyrir rekstri Grófarinnar hljóta að vera í uppnámi þar sem húsaleiga Grófarinnar mun margfaldast á samningstímanum, núverandi húsaleiga er 350.000 en verður 1.150.000, á ársgrundvelli er þetta 9.900.000 mismunur.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista tekur undir bókun Snæbjörns.