Velferðarráð

1392. fundur 09. október 2024 kl. 14:00 - 17:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Andrea Laufey Hauksdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Andrea Laufey Hauksdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hafnarstræti 16 - þjónustuíbúðir

Málsnúmer 2023031370Vakta málsnúmer

Kynnt staða framkvæmda í Hafnarstræti 16.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

2.Félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar - staða 2024

Málsnúmer 2024091146Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 25. september 2024 um yfirlit yfir stöðu biðlista, úthlutanir íbúða o.fl. fyrstu átta mánuði ársins 2024.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

3.Húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2023100306Vakta málsnúmer

Lagt fyrir minnisblað dagsett 25. september 2024 um stöðu í málefnum heimilslausra með fjölþættan vanda.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður, Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður, Ísak Herner Konráðsson félagsráðgjafi og Auður Gunnarsdóttir nemi í félagsráðgjöf sátu fundinn undir þessum lið
Velferðarráð tekur vel í erindið og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

4.Geðheilbrigðismál ungmenna

Málsnúmer 2023050333Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 9. október frá sviðsstjórum fræðslu- og lýðheilsusviðs og velferðarsviðs.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Tinna Guðmundsdóttir F-lista yfirgáfu fundinn.

5.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2024

Málsnúmer 2024031216Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka velferðarráðs fyrstu átta mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

6.Velferðarsvið - fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2024050001Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs vegna ársins 2025.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.

7.Velferðarsvið - starfsáætlun 2025

Málsnúmer 2024081611Vakta málsnúmer

Starfsáætlun velferðarsviðs fyrir 2025 lögð fram til samþykktar.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.

8.Velferðarsvið - gjaldskrá 2025

Málsnúmer 2024090965Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir 2025. Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 3,5%. Um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu og Lautinni.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar áfram til bæjarráðs.

9.NPA - tímagjald 2025

Málsnúmer 2024090146Vakta málsnúmer

Lögð fram til samþykktar hækkun á tímagjaldi í NPA þjónustu.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir hækkun tímagjalds.

10.Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk - áfangaskýrsla II

Málsnúmer 2024100226Vakta málsnúmer

Skýrsla um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í málaflokki fatlaðra lögð fram til kynningar.
Velferðarráð telur afar brýnt að kostnaðar- og ábyrgðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði lokið hið fyrsta.

Fundi slitið - kl. 17:15.