Málsnúmer 2024090421Vakta málsnúmer
Barnaverndarþjónusta velferðarsviðs hefur frá 1. júní 2024 sinnt níu sveitarfélögum auk Akureyrar. Samningar gilda til 31. desember 2024 og hefja þarf samningagerð. Fundað var með sveitarfélögunum 6. september sl. og lýstu þau öll yfir áhuga á því að halda þessu samstarfi áfram.
Breyta þarf m.a. heiti þjónustunnar sem er nú Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar í Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Tanja Hlín Þorgeirsdóttir B-lista sat fundinn í forföllum Guðbjargar Önnu Björnsdóttur.