Velferðarráð

1390. fundur 28. ágúst 2024 kl. 14:00 - 15:56 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Andrea Laufey Hauksdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Andrea Laufey Hauksdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer

Umræða um húsnæðismál stuðnings- og stoðþjónustu velferðarsviðs.

Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Sveitarfélagið er í viðræðum við ríkið og HSN um uppbyggingu á húsnæði fyrir stuðnings- og stoðþjónustuna samhliða nýrri heilsugæslu, ekki er gert ráð fyrir að stuðnings- og stoðþjónustan fari í íþróttahöllina og því má taka það verkefni út af framkvæmdaáætlun.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með þróun mála og leggur áherslu á að þetta verkefni verði unnið hratt og vel áfram.

2.Fjárhagsaðstoð 2024

Málsnúmer 2024031217Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á fyrstu sjö mánuðum ársins. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

3.Skógarlundur - beiðni um viðauka

Málsnúmer 2024081621Vakta málsnúmer

Til að mæta þjónustuþörf nýrra skjólstæðinga og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar er óskað eftir viðauka.

Ragnheiður Júlíusdóttir forstöðumaður og Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2024

Málsnúmer 2024031216Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur málaflokka velferðarráðs fyrstu sex og sjö mánuði ársins. Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

5.Starfsáætlun velferðarsvið 2025

Málsnúmer 2024081611Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2025.

Fundi slitið - kl. 15:56.