Velferðarráð

1376. fundur 08. nóvember 2023 kl. 14:00 - 16:01 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hólmgeir Karlsson
  • Guðbjörg Anna Björnsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista boðaði forföll, varamaður hennar Kolsfinna María Níelsdóttir sá sé heldur ekki fært að mæta.

1.Fjárhagserindi - áfrýjanir 2023

Málsnúmer 2023110146Vakta málsnúmer

Áfrýjun vegna umsóknar um fjárhagsaðstoð. Afgreiðsla málsins er trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók velferðarráðs.

Ester Lára Magnúsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.
Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.

2.Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

Málsnúmer 2023110144Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar endurbættur samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp. Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykktir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

3.Barnaverndarsþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2023110145Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar endurbættur samningur um barnaverndarþjónustu við Dalvíkurbyggð.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

4.Samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri

Málsnúmer 2023100644Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar samstarfssamningur um þjónustu Grófarinnar á Akureyri.
Velferðarráð samþykkir samninginn.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ánægjulegt er að taka undir og samþykkja bókun þess efnis að Velferðarráð geri þjónustusamning við Grófina. Samningurinn hefði átt að vera hærri og til lengri tíma þar sem mikilvægt er að tryggja rekstrargrundvöll starfseminnar til lengri tíma. Tinna Guðmundsóttir F-lista tók undir bókun Snæbjörns.



Minnihlutinn leggur fram tillögu þess efnis að þjónustusamningurinn verði endurskoðaður með tilliti til þeirrar reynslu sem komin er á samninginn í síðasta lagi í október 2024.

Velerðarráð samþykktir tillögu minnihlutans.


5.Nafn - styrkbeiðni til velferðarráðs

Málsnúmer 2023100772Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju beiðni um styrk frá Herdísi Helgadóttur fh Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis kr.1.500.000.
Velferðarráð samþykkir að hluta styrkbeiðni Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis að upphæð krónur 1.000.000.

6.Stuðningsþjónustan - húsnæðismál

Málsnúmer 2023100303Vakta málsnúmer

Lagt fram minnnisblað Karólínu Gunnarsdóttur þjónustustjóra dags. 10. október 2023 um húsnæði fyrir stuðningsþjónustuna í Íþróttahöllinni.
Velferðarráð leggur áherslu á að unnið verði áfram að húsnæðismálum stuðningsþjónstunnar þar sem þjónustan verði sameinuð á einn stað. Málinu vísað áfram Umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

7.Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023

Málsnúmer 2023110147Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dags. 8. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á sérstökum húsnæðisstuðningi.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að breyta reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við tillögur í minnisblaðinu og umræðu á fundinum.



Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í leiðbeinandi reglum ríkisins um hámarksstuðning húsnæðisbóta er lagt upp með 75% hlutfall og það ætti að vera viðmið Akureyrarbæjar, til þess að koma sem mest til móts við þennan hóp sem stendur hvað höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Eins er áhyggjuefni að hækka þurfi leiguverð um 6% samhliða hækkun á vísitölu, þannig að erfitt er að segja til um endanlega hækkun fyrir hóp sem nú þegar er hvað viðkvæmastur fyrir gjaldskrárhækkunum. Það ætti að vera sérstakt markmið Akureyrarbæjar að vernda þennan hóp í því árferði sem nú ríkir.

8.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022

Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer

Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.


Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.

Fundi slitið - kl. 16:01.