Sérstakur húsnæðisstuðningur 2023

Málsnúmer 2023110147

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1376. fundur - 08.11.2023

Lagt fram minnisblað dags. 8. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á sérstökum húsnæðisstuðningi.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu undir þessum lið.

Afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að breyta reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við tillögur í minnisblaðinu og umræðu á fundinum.



Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í leiðbeinandi reglum ríkisins um hámarksstuðning húsnæðisbóta er lagt upp með 75% hlutfall og það ætti að vera viðmið Akureyrarbæjar, til þess að koma sem mest til móts við þennan hóp sem stendur hvað höllustum fæti á húsnæðismarkaði. Eins er áhyggjuefni að hækka þurfi leiguverð um 6% samhliða hækkun á vísitölu, þannig að erfitt er að segja til um endanlega hækkun fyrir hóp sem nú þegar er hvað viðkvæmastur fyrir gjaldskrárhækkunum. Það ætti að vera sérstakt markmið Akureyrarbæjar að vernda þennan hóp í því árferði sem nú ríkir.

Velferðarráð - 1380. fundur - 24.01.2024

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning, greinargerð dagsett 22. janúar 2024.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir þær breytingarnar sem settar voru fram í minnisblaði dagsettu 22. janúar 2024 og felur sviðsstjóra að uppfæra reglurnar um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við minnisblaðið og leggja fram til síðari umræðu á næsta velferðarráðsfundi.

Velferðarráð - 1381. fundur - 14.02.2024

Lagðar fram til samþykktar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með breytingum í samræmi við það sem samþykkt var í velferðarráði 24. janúar sl.
Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3542. fundur - 05.03.2024

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 14. febrúar 2024:

Lagðar fram til samþykktar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með breytingum í samræmi við það sem samþykkt var í velferðarráði 24. janúar sl.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning með 11 samhljóða atkvæðum.