Velferðarráð

1368. fundur 10. maí 2023 kl. 14:00 - 15:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Heilsuvernd - rekstur Öldrunarheimila Akureyrar

Málsnúmer 2021041533Vakta málsnúmer

Teitur Guðmundsson framkvæmdastjóri Heilsuverndar mætti á fundinn og kynnti starfsemina á Öldrunarheimilum Akureyrar.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður og Arnþrúður Eik Helgadóttir verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.Stefna og framkvæmd á sviði barnarverndar tímabilið 2023-2027

Málsnúmer 2023050336Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu og samþykktar Stefna og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar tímabilið 2023-2027.

Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur og Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti Stefnu og framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar tímabilið 2023-2027.

3.Valnefnd umdæmisráðs landsbyggðarinnar

Málsnúmer 2022091123Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um nýtt aðildarsveitarfélag að umdæmisráði Landsbyggða.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður og Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið.

4.Velferðarstefna 2018-2023

Málsnúmer 2018081103Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. maí 2023 um stöðu verkefna í aðgerðaáætlun velferðarstefnu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 15:45.