Velferðarráð

1336. fundur 07. apríl 2021 kl. 14:00 - 15:47 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Heimir Haraldsson formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá

1.Félagslegt leiguhúsnæði - skipulag fyrir lítil einbýli

Málsnúmer 2019050441Vakta málsnúmer

Kynning á litlum einbýlum í Byrgi í Sandgerðisbót sem verða notuð sem sérúrræði. Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda mætti á fundinn og kynnti.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

2.Norrænt jafnréttisverkefni 2018 - 2020

Málsnúmer 2018080409Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður úr norrænu jafnréttisverkefni um kynferðislega áreitni sem Akureyrarbær tók þátt í.

3.Áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög

Málsnúmer 2021030342Vakta málsnúmer

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi fór yfir helstu breytingar á nýrri jafnréttislöggjöf og áhrif þeirra á sveitarfélög.

4.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2021031922Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur velferðarsviðs fyrstu tvo mánuði ársins 2021.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

5.Fjárhagsaðstoð 2021

Málsnúmer 2021031923Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu tvo mánuði ársins 2021.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

6.Húsnæðismál í málaflokki fatlaðra

Málsnúmer 2021032073Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 26. mars 2021 um stöðu húsnæðismála í málaflokki fatlaðra.
Sviðsstjóra er falið að vinna áfram að málefninu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið og skipulagssvið.

7.Búsetusvið - ársskýrsla 2020

Málsnúmer 2021010152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla búsetusviðs fyrir árið 2020.

8.Fjölskyldusvið - ársskýrsla 2020

Málsnúmer 2021010493Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla fjölskyldusviðs fyrir 2020.

Fundi slitið - kl. 15:47.