Málsnúmer 2019030233Vakta málsnúmer
Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 27. mars sl. eftirfarandi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa til frístundaráðs og velferðarráðs:
Sesselia Úlfarsdóttir, Erla Ösp Ingvarsdóttir og Heiða Hermannsdóttir komu í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Vildu minna á mikilvægi þess að halda áfram að reka úrræði á sumrin fyrir börn með félagslegar sérþarfir 10 ára og eldri, sambærilegt því sem Kapparnir hafa verið að gera fyrir 7 - 9 ára börn. Hafa miklar áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verður haldið áfram með þessa þjónustu. Benda á að það mætti fylgjast betur með því hvernig þjónustu við börn með sérþarfir er sinnt í sumarstarfi hjá íþróttafélögunum. Vilja meina að þar sé pottur brotinn.
Sif Sigurðardóttir S-lista mætti í forföllum Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.