Velferðarráð

1297. fundur 20. mars 2019 kl. 14:00 - 16:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Hermann Ingi Arason
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir
Dagskrá

1.Lautin - rekstur og samningar 2019

Málsnúmer 2019010349Vakta málsnúmer

Lögð fram ósk til velferðarráðs um að Akureyrarbær taki að fullu að sér rekstur Lautarinnar, athvarfs fyrir fólk með geðfatlanir.

Kristján Helgason forstöðumaður Geðverndarfélags Akureyrar og Brynjólfur Ingvarsson stjórnarformaður Lautarinnar kynntu málið og sátu fundinn undir þessum lið.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskylusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir einróma að Akureyrarbær taki að sér að fullu rekstur Lautarinnar.

2.Reglur um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar 2019

Málsnúmer 2019030179Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að endurskoðuðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði Akureyrarbæjar.

Karólína Gunnarsdóttir settur sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs, Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur fjölskyldusviðs og Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Starfsmönnum falið að vinna reglurnar áfram í samræmi við umræður á fundinum.

3.Búsetusvið - kynning á þjónustu

Málsnúmer 2019030223Vakta málsnúmer

Kynning á þjónustu búsetusviðs við fólk með fjölþættan vanda og fólk með verulegar stuðningsþarfir.

Arnþrúður Eik Helgadóttir iðjuþjálfi á búsetusviði og Elfa Björk Gylfadóttir forstöðumaður heimaþjónustu búsetusviðs kynntu málið og sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar þeim Arnþrúði og Elfu fyrir kynninguna, fundarmenn eru betur upplýstir um heimaþjónustu.

4.Viðauki öryggisgæslu vegna yfirstjórnunarkostnaðar og þátttöku í rekstri sviðs

Málsnúmer 2019030206Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun til að sýna rétta mynd af yfirstjórnunarkostnaði og þátttöku í rekstri sviðsins. Lagt til að kostnaður sé bókfærður á íbúðakjarna Hafnarstrætis. Lækkun er í viðauka við fjárhagsáætlunina hvað varðar þátttöku annarra kostnaðarstöðva upp á sömu krónutölu. Málið var síðast rætt á fundi 6. mars sl.
Velferðarráð samþykkir beiðni um viðauka og vísar málinu til bæjarráðs.

5.Viðauki vegna heimilis fyrir börn með verulegar þjónustuþarfir

Málsnúmer 2019010053Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun. Lagt er til að flytja launakostnað milli kostnaðarstöðva þar sem þjónusta hefur ekki hafist í sérstöku úrræði fyrir fatlað fólk eins og áætlað var í fjárhagsáætlun.
Velferðarráð samþykkir beiðni um flutning launakostnaðar milli kostnaðarstöðva.

6.Nýbygging - öryggisgæsla

Málsnúmer 2019030202Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram til kynningar beiðni um breytingu á fyrirhugaðri byggingu búsetukjarna í Nonnahaga.
Laufeyju Þórðardóttur settum sviðsstjóra búsetusviðs falið að gera ítarlega þarfa- og kostnaðargreiningu á verkefninu.

7.Búsetusvið - Kappar, tómstundaúrræði fyrir börn

Málsnúmer 2019030226Vakta málsnúmer

Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs kynnti breytingar á fyrirhuguðu sumarúrræði fyrir börn.
Eftir samtal við forstöðumann heimaþjónustu Stoðar, Hlyn Má Erlingsson, þar sem fram komu frekari upplýsingar lagði sviðsstjóri til að sumarúrræðið Kappar verði að þessu sinni skipt upp í 2 hópa af eldri og yngri börnum sem fá 4 vikur hvor hópur. Í meðfylgjandi minnisblaði talar forstöðumaður um tvo 8 vikna hópa (16 vikur samtals) en telur að tvisvar sinnum 4 vikur uppfylli þarfir þeirra sem mest þurfi á úrræðinu að halda í sumar. Ljóst er að hópurinn fer stækkandi og aldursbilið breikkar þannig að gert verður ráð fyrir áframhaldandi þjónustu og aukinni þörf í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2020. Það þarf að skipuleggja þá vinnu vandlega og gera ítarlega þarfagreiningu.

Fundi slitið - kl. 16:45.