Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti tvö svarbréf dagsett 3. júlí sl. frá Framkvæmdasjóði aldraðra þar sem samþykktar eru eftirfarandi styrkveitingar að upphæð alls kr. 15.147.200 vegna:
1. Endurnýjunar og sérstakra breytinga á raðhúsaíbúð (Rósin) kr. 1,8 milljónir í styrk en kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 4,8 milljónir.
2. Endurbóta á húsnæði og tækjakaupa í aðaleldhúsi kr. 13,287 milljónir, kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 34 milljónir.
Þriðja umsóknin hlaut ekki stuðning og var hafnað, en þar var sótt um styrk vegna þakviðgerða á hluta af þaki á Víði- og Furuhlíð.