Skýrsla KPMG - mat á InterRAI mælitækjum og færni- og heilsumati

Málsnúmer 2018070357

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1281. fundur - 08.08.2018

Framkvæmdastjóri ÖA lagði fram til kynningar nýja skýrslu sem unnin var á vegum Embættis landlæknis og snertir ýmsa þættir varðandi færni- og heilsumat og Rai mat.

Í kynningu á skýrslunni segir: Embætti landlæknis tók ákvörðun um að láta gera heildstætt mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati.

Embættið fékk ráðgjafafyrirtækið KPMG til matsins sem gert var í desember 2017 til febrúar 2018 og var skýrslu skilað í maí 2018.

Skýrslan er ítarleg og dregur fram að þörf er á úrbótum varðandi notkun á InterRAI mælitækjum og framkvæmd við færni- og heilsumat. Embættið vill þakka öllum þeim sem komu að greiningunni með KPMG.

Á heimasíðu Embættis landlæknis (https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item35196/Heildstaett-mat-gert-a-InterRAI-maelitaekjum-og-a-faerni--og-heilsumati) má finna skýrsluna og minnisblað með þeim þáttum sem embættið telur að bregðast þurfi við í kjölfarið.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Ingunn Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi ÖA sátu fundinn undir þessum lið.