Velferðarráð

1278. fundur 16. maí 2018 kl. 14:00 - 15:40 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri öa
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristbjörg Björnsdóttir fundarritari
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru K. Hauksdóttur.

1.Fjárhagsaðstoð 2018

Málsnúmer 2018040005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit vegna veittrar fjárhagsaðstoðar fyrstu fjóra mánuði ársins.

2.Listir og menning sem meðferð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018040338Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 30. apríl 2018 frá Halldóru Arnardóttur að upphæð kr. 300.000 til verkefnisins "Listir og menning sem meðferð" samstarfsverkefnis umsækjanda, Listasafnsins á Akureyri og öldrunarlækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða skipulagðar heimsóknir fyrir einstaklinga með alzheimer og aðstandendur þeirra á listasafnið.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar velferðarráðs þann 6. júní.

3.Forvarnaverkefni fyrir unglinga vegna þunglyndis og kvíða - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018050127Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 25. apríl 2018 frá Sólveigu Hlín Kristjánsdóttur að upphæð kr. 500.000 til verkefnisins "Þinn besti vinur - Hugræn atferlismeðferð fyrir unglinga og ungt fólk." Um er að ræða gerð stuttra myndbanda um þunglyndi og kvíða sem nýtast sem almennt fræðsluefni en einnig í sérhæfðari meðferð við kvíða og þunglyndi.
Velferðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 350.000.

4.Golfsamtök fatlaðra á Íslandi (GSFÍ) - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018050126Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 2. maí 2018 frá Frans Páli Sigurðssyni f.h. GSFÍ að upphæð kr. 150.000 til að efla þátttöku fatlaðra á Akureyri í golfíþróttinni. Unnið verður með Heiðari Davíð Bragasyni golfkennara og Golfklúbbi Akureyrar að verkefninu.
Velferðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000.

5.Átak, félag fólks með þroskahömlun - styrkbeiðni

Málsnúmer 2018050125Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 4. maí 2018 frá Hrafnhildi Jóhannesdóttur f.h. Átaks, félags fólks með þroskahömlun að upphæð kr. 6.100.000 til að stofna deild Átaks á Norðurlandi og stofna notendaráð fatlaðs fólks með þroskahömlun. Sótt er um lægri styrk ef ekki er hægt að verða við ofangreindri umsókn.
Velferðarráð fagnar fyrirhugaðri stofnun félagsins á Akureyri og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 200.000 til að halda stofnfundinn.

6.Ársskýrsla búsetusviðs 2017

Málsnúmer 2018030013Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs kynnti ársskýrslu búsetusviðs 2017.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

7.Ársskýrsla málefna fatlaðra í Eyjafirði

Málsnúmer 2018050093Vakta málsnúmer

Ársskýrslur þjónustusvæðis Eyjafjarðar í málefnum fatlaðs fólks 2016 og 2017 lagðar fram til kynningar.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:40.