Velferðarráð

1244. fundur 11. janúar 2017 kl. 14:00 - 14:55 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María S. Stefánsdóttir
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru Kristínar Hauksdóttur.
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir V-lista mætti í forföllum Vals Sæmundssonar.

1.Sérstakur húsnæðisstuðningur - reglur

Málsnúmer 2016120021Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar þann 3. janúar 2017 var tekin fyrir afgreiðsla velferðarráðs á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning frá 28. desember 2016. Bæjarstjórn samþykkti að fresta afgreiðslu og vísa málinu aftur til velferðarráðs.
Velferðarráð sér ekki ástæðu til breytinga á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning, samþykkir þær óbreyttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.Lautin - endurnýjun þjónustusamnings

Málsnúmer 2016120164Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Rauða Kross Íslands - Eyjafjarðardeild og Geðverndarfélag Akureyrar um rekstur Lautarinnar, dagsathvarfs fyrir einstaklinga með geðraskanir.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og felur Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að ganga frá undirritun.

Velferðarráð óskar eftir að framlag og kostnaður vegna húsnæðis komi fram í rekstraráætlun.
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir vék af fundi kl. 14:40.

3.Umsögn um drög að framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2016120053Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að umsögn velferðarráðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Velferðarráð samþykkir tillögu að umsögn og felur Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma henni á framfæri.

Fundi slitið - kl. 14:55.