Ungmennaráð

38. fundur 03. maí 2023 kl. 16:00 - 18:00 Íþróttahöllin
Nefndarmenn
  • Anton Bjarni Bjarkason
  • Ásta Sóley Hauksdóttir
  • Elva Sól Káradóttir
  • Felix Hrafn Stefánsson
  • Freyja Dögg Ágústudóttir
  • Fríða Björg Tómasdóttir
  • Haukur Arnar Ottesen Pétursson
  • Heimir Sigurpáll Árnason
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Telma Ósk Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Arnar Már Bjarnason forvarna- og félagsmálafulltrúi
  • Karen Nóadóttir umsjónarmaður ungmennaráðs
  • Hafsteinn Þórðarson fundarritari
Fundargerð ritaði: Karen Nóadóttir umsjónarmaður
Dagskrá

1.Amtsbókasafn - kynning á starfsemi

Málsnúmer 2023040709Vakta málsnúmer

Hólmkell amtsbókavörður og Hrönn ungmennabókavörður kynntu starfsemi bókasafnins og áttu samráð við ungmennaráðið um hvernig safnið geti sem best komið til móts við þarfir barna og ungmenna í sveitarfélaginu. Ræddu þau meðal annars um lengri opnunartíma, kvöld- og jafnvel næturopnun sem og möguleikana á að halda hvers kyns viðburði í húsnæði safnsins. Umræður voru líflegar og ákveðið var að taka saman nokkra punkta fyrir starfsmenn bókasafnsins til að taka og vinna lengra.
Ungmennaráð þakkar Hólmkeli og Hrönn fyrir frábæra kynningu og innlit á fundinn.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2022-2026

Málsnúmer 2023030583Vakta málsnúmer

Áframhald af umræðum í undirbúningi fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins og ákveðið hvaða dagsetning væri hentugust, 9. maí varð fyrir valinu þrátt fyrir að fyrirséð væri að tveir fulltrúar kæmust ekki.

3.Ungmennaráð - önnur mál

Málsnúmer 2022120502Vakta málsnúmer

Til stóð að ræða þá vinnu sem hefur verið í gangi varðandi endurskoðun á mannréttindastefnu bæjarins 2023-2027, þar sem óskað var eftir umsögn/ábendingum/athugasemdum frá ungmennaráðinu. Hins vegar tókst ekki að fara á dýptina í þeirri umræðu en fulltrúar tóku boltann áfram og sendu inn ábendingar að fundi loknum.

4.Samstarf VMA og ungmennaráðs í ungmennaverkefnum

Málsnúmer 2023050005Vakta málsnúmer

Kynnt var Erasmus samstarfsverkefni sem kallast VET4Change og snýr að hlutverki ungmenna í umræðu um þróun dreifðra byggða.

VET er skammstöfun á Vocational Education and training, eða starfsmenntun og þjálfun. Verkefnið er þarna að benda á að starfsmenntun, á framhaldsskólastigi og öðrum skólastigum er lykill að því að gera svæði byggileg.


Fimmtudaginn 11. maí kl. 13:00 var málþing í tengslum við verkefnið sem fulltrúum ungmennaráðs var boðið á.

Fundi slitið - kl. 18:00.