Umhverfisnefnd

75. fundur 14. ágúst 2012 kl. 16:15 - 17:25 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Staðardagskrá 21 - endurskoðun 2012

Málsnúmer 2011050056Vakta málsnúmer

Farið yfir vinnu við Staðardagskrá 21 fyrir sveitarfélagið.
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur mætti á fundinn.

Umhverfisnefnd þakkar Stefáni fyrir og felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu í samráði við Stefán.

2.Sorpmál - minnisblað um Moltu ehf og Flokkun Eyjafjörður ehf

Málsnúmer 2012070085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra hagsýslu dags. 21. júní sl. þar sem gerð er grein fyrir rekstrarkostnaði við sorphirðu og rekstrarforsendur fyrir Moltu ehf og Flokkun Eyjafjörður ehf.

Umhverfisnefnd leggur til að sveitarfélögin sem eru aðilar að Flokkun Eyjafjörður ehf taki upp viðræður um frekari framtíð fyrirtækisins.

Fundi slitið - kl. 17:25.