Umhverfisnefnd

72. fundur 17. apríl 2012 kl. 16:15 - 17:30 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • María Ingadóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Sagaplast - staða mála á endurvinnsluplasti

Málsnúmer 2012040047Vakta málsnúmer

Halldór R. Gíslason rekstrarstjóri Sagaplast ehf mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála.

Umhverfisnefnd þakkar Halldóri fyrir góða kynningu.

2.Dagur umhverfissins 2012

Málsnúmer 2012040045Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur að dagskrá dags umhverfisins.

3.Garðaúrgangur - eyðing

Málsnúmer 2012040048Vakta málsnúmer

Umræður um gjaldtöku.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu.

4.Grenndargámar - umgengni

Málsnúmer 2012040049Vakta málsnúmer

Umræður um umgengni við grenndarstöðvarnar.

Umhverfisnefnd leggur mikla áherslu á að Gámaþjónustan haldi umhverfi grenndarstöðva í bænum alltaf sérstaklega snyrtilegum. Starfsmönnum falið að ræða við forsvarsmenn Gámaþjónustunnar.

5.Loftslagsráðstefna í Västerås - 2012

Málsnúmer 2012010084Vakta málsnúmer

Umræður um ráðstefnuna sem haldinn verður í Svíþjóð.

6.Reiðveganefnd 2008 (SN080052)

Málsnúmer 2008060057Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni skipulagsnefndar frá 15. mars 2012 um umsögn á tillögu vegna reiðleiða í Akureyrarkaupstað.

Umhverfisnefnd fagnar því að þessi vinna sé komin á lokastig og gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

7.Sagaplast ehf - ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi

Málsnúmer 2012030215Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni Umhverfisstofnunar frá 21. mars 2012 þar sem óskað er umsagnar á tillögu að starfsleyfi fyrir Sagaplast ehf.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.

Fundi slitið - kl. 17:30.