Umhverfisnefnd

69. fundur 10. janúar 2012 kl. 16:15 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Metangas - rannsóknarvinnsla

Málsnúmer 2010110002Vakta málsnúmer

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi vinnslu metangass á Glerárdal.

Umhverfisnefnd þakkar Ágústi Torfa góða kynningu á stöðu vinnu við væntanlega metangasvinnslu.

2.Loftslagsráðstefna í Västerås - 2012

Málsnúmer 2012010084Vakta málsnúmer

Umræða um ráðstefnu sem halda á í Västerås í byrjun júní 2012.

3.Hringrás hf - ósk um umsögn um tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð

Málsnúmer 2011110006Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 28. október 2011 frá Umhverfisstofnun sem óskar eftir umsögn um tillögu fyrir útvíkkað starfsleyfi Hringrásar fyrir móttökustöð. Umhverfisnefnd frestaði afgreiðslu erindsins 8. nóvember sl.

Umhverfisnefnd mun ekki gefa umsögn fyrir útvíkkuðu starfsleyfi til Hringrásar þar sem hún telur innsend gögn ekki fullnægjandi og tekur auk þess undir bókun skipulagsnefndar frá 9. nóvember 2011.

Fundi slitið - kl. 18:15.