Málsnúmer 2011090037Vakta málsnúmer
Fyrirspurn frá Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Í ljósi fréttaflutnings um árangur af flokkun sorps á Akureyri í Fréttablaðinu dagana 15. og 16. ágúst sl. spyr bæjarfulltrúinn við hvaða tölur var nákvæmlega stuðst. Sérstaklega er óskað eftir aðgreiningu á sorpi sem kemur frá Akureyri annars vegar og Eyjafjarðarsvæðinu hinsvegar, en einnig heildarmagni þess sem urðað er á Stekkjarvík frá Akureyri í hverjum mánuði, sem og hvað kemur frá heimilum nú í ár samaborið við undanfarin ár.
Umhverfisnefnd lýsir yfir mikilli óánægju með að ákveðið hafi verið að hætta moltuframleiðslu í Hrísey. Þessi ákvörðun var tekin án samráðs við Hríseyinga og án þess að umhverfisnefnd væri upplýst um málið eða fengið nokkuð um ákvörðunina að segja, þrátt fyrir að fara með stefnumótun úrgangsmála í sveitarfélaginu.