Umhverfisnefnd

64. fundur 16. ágúst 2011 kl. 16:15 - 18:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Páll Steindór Steindórsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Úrgangssöfnun (sorphirða) meint brot á reglugerð

Málsnúmer 2011070088Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 26. júlí 2011 frá Jóni Inga Cæsarssyni sem telur Akureyrarbæ brjóta gegn ákvæðum í samþykktum sveitarfélagsins um fyrirkomulag sorphirðu.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að svara erindinu.

2.Vistvernd í verki - leiðbeinendanámskeið fyrir íbúa sveitarfélagsins

Málsnúmer 2011070044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfisþing 2011

Málsnúmer 2011070004Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir stöðuna.

Umhverfisnefnd mun senda fulltrúa á umhverfisþingið sem haldið verður á Selfossi 14. október nk.

4.Loftslagsráðstefna á Akureyri - 2011

Málsnúmer 2011020004Vakta málsnúmer

Kynning á stöðu mála.

Umhverfisnefnd þakkar starfsmönnum kynninguna.

5.Sorpmál - kynning á stöðu

Málsnúmer 2010120023Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fóru yfir stöðu mála.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og mun fylgjast með áframhaldandi árangri á söfnun á endurvinnslustöðvum í bænum.

6.Hrísey - kerfill og aðrar óæskilegar plöntur í bæjarlandinu

Málsnúmer 2006080025Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. ágúst 2011 frá Jóni Inga Cæsarssyni þar sem hann kynnir samantekt á stöðunni á gróðurlendi Hríseyjar sem hann vann í samvinnu við Þorstein Þorsteinsson.

Umhverfisnefnd er meðvituð um vandamálið með þær framandi plöntur sem herja víða á í bæjarlandinu. Nefndin felur starfsmönnum að leggja fram áætlun um fjármagn og aðgerðaráætlun verksins á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 18:05.