- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Umhverfisnefnd undirstrikar alvarleika málsins, þó svo að umhverfisáhrif hafi verið óveruleg. Það þykir miður og alvarlegt að fyrirtækið hafi farið yfir leyfileg losunarmörk í starfsemi sinni. Einnig þykir það alvarlegt að eftirlitsaðilar hafi ekki fylgst nægilega vel með og látið málið viðgangast. Þessir tveir samvirkandi þættir hafa leitt til þess að losað hefur verið meira en leyfilegt er, sem er í eðli sínu alvarlegt mál.
Umhverfisnefnd lýsir yfir vonbrigðum með hvernig að málum hefur verið staðið en fagnar jafnframt úrbótum innan fyrirtækisins. Sérstökum vonbrigðum er þó lýst yfir gagnvart eftirlitsaðilum og vonar umhverfisnefnd að unnið verði að úrbótum meðal þeirra.
Umhverfisnefnd óskar eftir því við forsvarsmenn Becromal Iceland ehf að fá kynningu á niðurstöðum skýrslu um rannsókn á lífríki sjávar í nágrenni verksmiðjunnar sem áætlað er að verði tilbúin 1. júní nk.