Málsnúmer 2021111572Vakta málsnúmer
Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs 21. mars 2022:
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úttektar á gervigrasi Bogans.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að í sumar verði farið í viðgerðir á ójöfnum sbr. niðurstöður úttektar Sports Labs á gervigrasvellinum í Boganum. Að loknum viðgerðum skal framkvæma aðra úttekt á ástandi vallarins og niðurstöður þeirrar úttektar kynntar hlutaðeigandi aðilum og fræðslu- og lýðheilsuráði með tilliti til fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2023.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að teknir verði saman möguleikar, ásamt kostnaði, kostum og göllum á búnaði til að bleyta gervigrasið í Boganum fyrir leiki og æfingar.
Fræðslu- og lýðheilsuráð ítrekar að umhirðu- og viðhaldsverkum gervigrasvalla á Akureyri verði komið í skýran farveg og í takt við notkunarstundir á völlunum.