Yfirbræðslur 2019

Málsnúmer 2019030370

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 53. fundur - 01.04.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 28. mars 2019 þar sem teknar eru saman áætlaðar yfirbræðslur á árinu 2019.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir áætlaðar yfirbræðslur á árinu 2019.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 101. fundur - 21.05.2021

Lagt fram minnisblað varðandi hvaða götur er áætlað að endurmalbika sumarið 2021. Áætlun gerir ráð fyrir 129 m.kr. Í málaflokknum, þar af er verið að úthluta um 80 m.kr. í yfirbræðslur, 15 m.kr. í holufyllingar og samanlagt 10 m.kr. í kantsteina og hraðahindranir, þá er haldið eftir um 20% í ófyrirséð viðhald.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 117. fundur - 25.03.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 23. mars 2022 þar sem teknar eru saman áætlaðar yfirbræðslur á árinu 2022.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og stíga sat fundinn undir þessum lið.