Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 24. september 2021:
Teknar fyrir breytingar vegna styttingar vinnuvikunnar og fjölgun stöðugilda.
Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri og Gunnar Rúnar Ólafsson aðstoðarslökkviliðsstjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Fjölgun um 7 stöðugildi slökkviliðsins á vöktum, fjölga stöðugildum úr 23 í 30. Á móti er gert ráð fyrir hækkun í samningi við Sjúkratryggingar Íslands þannig að nettó niðurstaða Akureyrarbæjar er um kr. 300.000.000 sem er um 12% hækkun milli ára. Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða áætlun fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs.
Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Þórhallur Jónsson sátu fundinn undir þessum lið.