Umhverfis- og mannvirkjaráð

115. fundur 25. febrúar 2022 kl. 08:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Óshólmanefnd 2018 - 2022

Málsnúmer 2018090267Vakta málsnúmer

Óshólmanefnd mætti á fundinn og fór yfir forsögu breytinga á Brunná og breytingum á óshólmunum í framhaldinu.

Frá óshólmanefnd voru mætt Valdimar Gunnarsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, Hjördís Þórhallsdóttir frá ISAVIA, Ólafur Kjartansson fyrir hönd Akureyrarbæjar og Jón Birgir Gunnlaugsson umhverfis- og mannvirkjaviði.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar óshólmanefnd fyrir komuna á fundinn og ráðið leggur áherslu á að brýnar úrbætur í farvegi Brunnár verði framkvæmdar fyrir vorið.

2.Móahverfi - hönnun, gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2022021081Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 23. febrúar 2022 varðandi opnun tilboða í hönnun á Móahverfi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sátu fundinn undir þessum lið
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda VSB-verkfræðistofu ehf.

3.Leirustígur - hönnun og framkvæmdir

Málsnúmer 2022021084Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi framkvæmdir við áætlaðan stíg meðfram Leiruvegi.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sátu fundinn undir þessum lið
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að unnið verða áfram að hönnun stígsins í samræmi við framlagðar tillögur.

4.Reginn fasteignafélag - kaup á almenningssalernum í Kaupvangsstræti

Málsnúmer 2022020587Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 22. febrúar 2022 varðandi sölu á salernum undir kirkjutröppunum og viðhald á tröppunum.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

5.Strætisvagnar Akureyrar - biðstöð

Málsnúmer 2021091029Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. febrúar 2022 varðandi stoppistöð fyrir strætisvagna í miðbænum.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.

6.Strætisvagnar Akureyrar - Hagahverfi

Málsnúmer 2022021080Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. febrúar 2022 varðandi keyrslu strætó inn í Hagahverfi og uppbyggingu biðstöðva þar.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni og hönnunar og Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

7.Strætisvagnar Akureyrar - kaup á rafmagnsstrætisvagni 2022

Málsnúmer 2022021078Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 21. febrúar 2022 varðandi kaup á strætisvagni.

Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðinu að vinna hugmyndirnar áfram.

8.Ræktunarstöð - skipulagsbreytingar

Málsnúmer 2022021085Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 24. febrúar 2022 varðandi færslu á áætlun ræktunarstöðvar frá umhverfismiðstöð yfir til umhverfisdeildar. Ræktunarstöðin verði rekin þar samhliða Lystigarðinum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa áætlunina milli kostnaðarstöðva.

9.Þyrluflug - beiðni um umsögn vegna fólkvangsins í Glerárdal

Málsnúmer 2022021083Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá Bergmönnum ehf. dagsett 7. febrúar 2022 um leyfi til þyrluflugs innan fólkvangsins í Glerárdal.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs mælir með að veitt verði leyfi til þriggja ára á þeim stöðum sem tilgreindir eru í umsókn að undanskildum Ytri Súlum.

Þórhallur Harðarson D-lista situr hjá og óskar bókað:

Ég vil ekki setja hömlur á ósk Bergmanna með Ytri Súlur og lengd leyfisins.

Fundi slitið.