Óshólmanefnd 2018 - 2022

Málsnúmer 2018090267

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 40. fundur - 21.09.2018

Tilnefning tveggja fulltrúa til setu í Óshólmanefndinni.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Dagbjörtu Pálsdóttur S-lista og Ólaf Kjartansson V-lista til setu í nefndinni.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 60. fundur - 16.08.2019

Tilnefning fulltrúa til setu í Óshólmanefndinni í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur S-lista.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að tilnefna Gunnfríði Elínu Hreiðarsdóttur B-lista fulltrúa ráðsins í Óshólmanefndina.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66. fundur - 11.10.2019

Fundargerð óshólmanefndar dagsett 1. október 2019 lögð fram.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur undir með óshólmanefnd að brýnt sé að ljúka við deiliskipulag svæðisins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 112. fundur - 21.01.2022

Lagt fram erindi frá óshólmanefnd dagsettt 9. desember 2021 varðandi frágang á svæðinu eftir framkvæmdir og áform um að viðhalda votlendi sunnan flugvallar.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að boða óshólmanefnd á fund ráðsins við fyrsta tækifæri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 115. fundur - 25.02.2022

Óshólmanefnd mætti á fundinn og fór yfir forsögu breytinga á Brunná og breytingum á óshólmunum í framhaldinu.

Frá óshólmanefnd voru mætt Valdimar Gunnarsson fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar, Hjördís Þórhallsdóttir frá ISAVIA, Ólafur Kjartansson fyrir hönd Akureyrarbæjar og Jón Birgir Gunnlaugsson umhverfis- og mannvirkjaviði.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar óshólmanefnd fyrir komuna á fundinn og ráðið leggur áherslu á að brýnar úrbætur í farvegi Brunnár verði framkvæmdar fyrir vorið.