Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs 22. febrúar 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 24. febrúar 2022 varðandi færslu á áætlun ræktunarstöðvar frá umhverfismiðstöð yfir til umhverfisdeildar. Ræktunarstöðin verði rekin þar samhliða Lystigarðinum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka til bæjarráðs þess efnis að færa áætlunina milli kostnaðarstöðva.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.