Stjórnsýslunefnd

9. fundur 15. desember 2010 kl. 08:10 - 09:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Edward Hákon Huijbens
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 2009090017Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd óskaði eftir því við fastanefndir bæjarins að þær tækju drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa til umræðu á fundum. Borist hafa athugasemdir um drögin frá íþróttaráði, skipulagsnefnd og félagsmálaráði auk þess sem kjarasamninganefnd og nýstofnað ungmennaráð sendu athugasemdir. Bæjarráð, samfélags- og mannréttindaráð og umhverfisráð samþykktu drögin fyrir sitt leyti.

Stjórnsýslunefnd vísar siðareglunum til bæjarstjórnar.

2.Kosningar um afmörkuð mál

Málsnúmer 2005060044Vakta málsnúmer

Fram haldið vinnu við reglur um kosningar um afmörkuð mál.

Afgreiðslu frestað.

3.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð íbúafundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 3. nóvember og fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 11. nóvember 2010.
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 2. nóvember 2010.

Fundi slitið - kl. 09:00.