Stjórnsýslunefnd

3. fundur 16. mars 2011 kl. 08:10 - 09:50 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2010-2014

Málsnúmer 2010090004Vakta málsnúmer

Haldið var áfram vinnu við starfsáætlun stoðþjónustudeilda og stjórnsýslunefndar. Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun ásamt skýringum og drögum að árangursmælikvörðum. Til viðræðna um starfsáætlunina komu Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri.

Stjórnsýslunefnd samþykkir starfsáætlunina og vísar henni til bæjarstjórnar.

2.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 11. janúar, 1. febrúar og 1. mars 2011.
Fundargerð hverfisráðs Grímseyjar dags. 19. janúar 2011.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 31. janúar 2011.

Fundi slitið - kl. 09:50.