Stjórn Hlíðarfjalls

18. fundur 01. nóvember 2021 kl. 15:15 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Andri Teitsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður hlíðarfjalls
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Hlíðarfjalls 2022

Málsnúmer 2021090812Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Hlíðarfjalls fyrir árið 2022 lögð fram ásamt tillögu að eignfærðri fjárfestingu.

Kynnt tillaga að skipuriti fyrir starfsemina.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Jafnframt samþykkir stjórnin framlagt skipurit með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

2.Hlíðarfjall - rekstur skíða- og brettaskóla

Málsnúmer 2020120221Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Í byrjun október var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reka skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls.

Ein umsókn barst.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Beiðni um auglýsingapláss á nýju stólalyftunni

Málsnúmer 2021102081Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október sl. frá Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni SKA þar sem óskað er eftir því að skíðafélagið fái að selja auglýsingar á staura nýju stólalyftunnar.
Starfsmönnum falið að ræða við fulltrúa skíðafélagsins um útfærslu.

4.Hlíðarfjall - útboð á veitingarekstri

Málsnúmer 2020120222Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram til samþykktar útboðsgögn vegna veitingareksturs.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin.

5.Hlíðarfjall - rekstur skíðaleigu

Málsnúmer 2021102299Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Lögð fram gögn vegna hugsanlegrar útvistunar á skíðaleigunni.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að fela starfsmönnum að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur skíðaleigunnar.

Fundi slitið - kl. 17:00.