Liður 1 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 17. maí 2021:
Útboðsgögn lögð fram til samþykktar.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir útboðsgögnin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarráðs.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 3. júní sl. og var sviðsstjóra samfélagssviðs, bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs þá falið að uppfæra gögnin í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.