Málsnúmer 2021040162Vakta málsnúmer
Tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá Gauta Reynissyni f.h. AnnAssist ehf. þar sem óskað er eftir því að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli verði rift þar sem, að mati bréfritara, forsendur fyrir samningi séu brostnar þar sem takmarkanir á vínveitingaleyfi frá sýslumanni séu með þeim hætti að rekstrarforsendur sem lagt var upp með gangi ekki upp.
Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.