Samningur um veitingarekstur í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2021040162

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 13. fundur - 07.04.2021

Tölvupóstur dagsettur 31. mars 2021 frá Gauta Reynissyni f.h. AnnAssist ehf. þar sem óskað er eftir því að samningi vegna veitingareksturs í Hlíðarfjalli verði rift þar sem, að mati bréfritara, forsendur fyrir samningi séu brostnar þar sem takmarkanir á vínveitingaleyfi frá sýslumanni séu með þeim hætti að rekstrarforsendur sem lagt var upp með gangi ekki upp.


Halla Björk Reynisdóttir bar upp vanhæfi í málinu og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Stjórn Hlíðarfjalls felur Kristni J. Reimarssyni sviðsstjóra, Brynjari Helga Ásgeirssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls og Andra Teitssyni að funda með fulltrúum AnnAssist ehf.