Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

265. fundur 04. september 2015 kl. 08:15 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri
  • Steindór Ívar Ívarsson verkefnastjóri viðhalds
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista boðaði forföll sín og varamanns.

1.Ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa og nefndarmanna

Málsnúmer 2015090010Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar þakkar kynninguna.

2.Stöðuskýrslur FA 2015

Málsnúmer 2015040077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla 6 fyrir stjórn FA dagsett 28. ágúst 2015.

3.Sundlaug Akureyrar - endurnýjun rennibrauta og sundlaugarsvæðis

Málsnúmer 2014020207Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 24. júní 2015 um áætlaðan kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir við sundlaugarsvæðið og framkvæmdaáætlun fyrir verkið. Einnig tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í endurbætur á og við barnapottinn samkvæmt framlögðum gögnum.
Stjórnin skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista í verkefnisliðið vegna framkvæmdanna við Sundlaug Akureyrar.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015090007Vakta málsnúmer

Lögð fram húsaleiguáætlun FA fyrir árið 2016.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

5.Skautahöllin - endurnýjun á svelli

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar skipar Þorstein Hlyn Jónsson Æ-lista í verkefnisliðið.

6.Hlíð - endurbætur á Víði- og Furuhlíð

Málsnúmer 2014110024Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar skipar Höllu Björk Reynisdóttur L-lista í verkefnisliðið.

7.Samgöngumiðstöð - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2015090009Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið fyrir nýja samgöngumiðstöð.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar skipar Hermann Inga Arason V-lista í verkefnisliðið.

8.Hjúkrunarheimili Vestursíðu 9 - skilamat

Málsnúmer 2011080097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skilamat fyrir framkvæmdina.

9.Verkfundargerðir FA 2015

Málsnúmer 2015010093Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Naustaskóli kennaraálma: 9.- 11. verkfundur dagsettir 3. og 17. júlí og 18. ágúst 2015.
Naustaskóli íþróttahús: 5. og 6. verkfundur dagsettir 3. júlí og 18. ágúst 2015.
Skautahöll endurnýjun á svelli: 10. fundur verkefnisliðs dagsettur 26. ágúst 2015.
Þ99 kjallari: 4.- 6. verkfundur dagsettir 29. júní, 13. júlí og 18. ágúst 2015.

Fundi slitið - kl. 10:55.