Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

251. fundur 31. október 2014 kl. 08:15 - 10:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Dagur Fannar Dagsson formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir
Dagskrá

1.Útvarpsstöð á Akureyri

Málsnúmer 2014100177Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 3. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa 16. október 2014:
Þorsteinn Marinó Egilsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann ræddi möguleika á að stofna útvarpsstöð, en segir erfitt að finna húsnæði.
Vill kanna hvort bærinn geti eitthvað hjálpað til við slíkt start.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar getur ekki orðið við erindinu.

2.Eiðsvallagata 38-202 - kaup á íbúð

Málsnúmer 2014100334Vakta málsnúmer

Lagt fram samþykkt kauptilboð dags. 27. október 2014 í tveggja herbergja íbúð í Eiðsvallagötu 38-202.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kauptilboðið og vísar því til bæjarráðs.

3.Nökkvi félag siglingamanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269Vakta málsnúmer

Skipun nefndarmanns í verkefnislið skv. 5. gr. uppbyggingar- og framkvæmdasamnings dagsettur 28. maí 2014 við Nökkva félag siglingamanna á Akureyri.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson D-lista í verkefnisliðið.

4.Fjárhagsáætlun 2014 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013090245Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða nýframkvæmda ársins 2014.

Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 10:00.

5.Fjárhagsáætlun 2015 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2014080035Vakta málsnúmer

Lögð fram nýframkvæmdaáætlun ársins 2015 ásamt þriggja ára nýframkvæmdaáætlun.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir einróma nýframkvæmdaáætlun 2015 ásamt þriggja ára nýframkvæmdaáætlun.

6.Verkfundargerðir FA 2014

Málsnúmer 2014010024Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Borgargil 1 - Hyrna ehf: 15.- 17. verkfundur dagsettir 17. september, 3. og 17. október 2014.
Þórunnarstræti 99 kjallari: 2. og 3. fundur verkefnisliðs dagsettir 9. og 23. september 2014.

Fundi slitið - kl. 10:00.